Sandra Sjöfn

Ég heiti Sandra Sjöfn Helgadóttir. Ég er fædd árið 1991 í Reykjavík þar sem ég hef búið alla mína tíð. Ég á rætur að rekja vestur á Ísafjörð og á hann ásamt Fljótavík á hornströndum stórann stað í hjarta mínu 😊

Ég bý í Mosfellsbæ ásamt tilvonandi manninum mínum, honum Jóhanni Inga. Saman eigum við tvö börn, Söru Líf og Jökul Mána, þrjá hunda, Ronju, Atlas og Storm, einn kött að nafni Leó og 4 hænur.

Ég veit ekki hvaðan þessi hunda “vitleysa“ kom, þar sem ég var skíthrædd við hunda á mínum yngri árum. Eitthvað mikið breyttist og beið ég í einhver 8 ár eftir að fá loksins minn fyrsta hund. Af tilviljun varð Border Collie/Íslenskur fjárhundur fyrir „valinu“, sem var ekkert mikið val þar sem hún Ronja mín var sú eina sem ég fann auglýsta á sínum tíma. Ronja kenndi mér mjög margt um það að eiga hund og er hún besti hundur sem ég hefði getað fengið sem byrjendahund. Eftir að hún kom til mín stigmagnaðist bara þessi hundaáhugi xD.

Ég er mjög aktív manneskja og hef alla tíð haft mikinn áhuga á útivist og hreyfingu af öllu tagi. Ég er meðlimur í Björgunarhundasveit Íslands og Hjálparsveit skáta í Garðabæ þar sem ég fann mína hillu í lífinu. Þetta er hið fullkomna áhugamál fyrir mig, sem sameinar útivist og hunda.

Ég er menntaður hundaþjálfari og atferlisfræðingur. 
Árið 2012 hóf ég nám hjá Vores-hundecenter til að gerast hundaþjálfari. Vores-hundecenter er staðsettur í Danmörku en námið fór fram á Íslandi. Námið stóð yfir í 16 mánuði og útskrifaðist ég sem viðurkenndur hundaþjálfari með diploma 29. nóvember árið 2013.
Í beinu framhaldi fer ég í áframhaldandi nám til að gerast hundaatferlisfræðingur, sem er 2 ára nám. Ég útskrifast úr því námi 22. desember 2017. Ég tók mér smá pásu frá náminu þegar ég eignast mitt fyrsta barn árið 2016.

Í dag starfa ég hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem sjúkraflutninga- og slökkviliðsmaður. Þetta er skemmtilegt og gefandi starf og ég nýt þess að vinna þar.

Sandra Sjöfn

Ég heiti Sandra Sjöfn Helgadóttir. Ég er fædd árið 1991 í Reykjavík þar sem ég hef búið alla mína tíð. Ég á rætur að rekja vestur á Ísafjörð og á hann ásamt Fljótavík á hornströndum stórann stað í hjarta mínu 😊

Ég bý í Mosfellsbæ ásamt tilvonandi manninum mínum, honum Jóhanni Inga. Saman eigum við tvö börn, Söru Líf og Jökul Mána, þrjá hunda, Ronju, Atlas og Storm, einn kött að nafni Leó og 4 hænur.

Ég veit ekki hvaðan þessi hunda “vitleysa“ kom, þar sem ég var skíthrædd við hunda á mínum yngri árum. Eitthvað mikið breyttist og beið ég í einhver 8 ár eftir að fá loksins minn fyrsta hund. Af tilviljun varð Border Collie/Íslenskur fjárhundur fyrir „valinu“, sem var ekkert mikið val þar sem hún Ronja mín var sú eina sem ég fann auglýsta á sínum tíma. Ronja kenndi mér mjög margt um það að eiga hund og er hún besti hundur sem ég hefði getað fengið sem byrjendahund. Eftir að hún kom til mín stigmagnaðist bara þessi hundaáhugi xD.

Ég er mjög aktív manneskja og hef alla tíð haft mikinn áhuga á útivist og hreyfingu af öllu tagi. Ég er meðlimur í Björgunarhundasveit Íslands og Hjálparsveit skáta í Garðabæ þar sem ég fann mína hillu í lífinu. Þetta er hið fullkomna áhugamál fyrir mig, sem sameinar útivist og hunda.

Ég er menntaður hundaþjálfari og atferlisfræðingur. 
Árið 2012 hóf ég nám hjá Vores-hundecenter til að gerast hundaþjálfari. Vores-hundecenter er staðsettur í Danmörku en námið fór fram á Íslandi. Námið stóð yfir í 16 mánuði og útskrifaðist ég sem viðurkenndur hundaþjálfari með diploma 29. nóvember árið 2013.
Í beinu framhaldi fer ég í áframhaldandi nám til að gerast hundaatferlisfræðingur, sem er 2 ára nám. Ég útskrifast úr því námi 22. desember 2017. Ég tók mér smá pásu frá náminu þegar ég eignast mitt fyrsta barn árið 2016.

Í dag starfa ég hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem sjúkraflutninga- og slökkviliðsmaður. Þetta er skemmtilegt og gefandi starf og ég nýt þess að vinna þar.

Ronja

Ronja er Border Collie/Íslenskur fjárhundur, fædd 26. janúar árið 2007. Ronja er minn fyrsti hundur og frábær í alla staði. Ronja fékk mjög góða umhverfisþjálfun á sínum yngri árum og hefur komið víða. Við höfum farið saman í mörg hlýðnipróf, æft og keppt í hundafimi sem okkur báðum fannst æði og Ronja náði góðum árangri þar. Ég byrjaði með hana í þjálfun sem leitarhund en aldrei varð hún fullþjálfaður leitarhundur. Ekki vegna getu heldur vegna þess að ég gat ekki verið með tvö hunda í þjálfun.

Atlas

Atlas er Border Collie/Íslenskur fjárhundur, fæddur 17. febrúar árið 2010. Atlas hefur verið hjá mér frá því að hann fæddist þar sem hann er einn af 5 hvolpum sem Ronja eignaðist. Atlas heillaði mig frá fyrsta degi og ég varð að halda honum eftir. Atlas er vinnusamur og vill allt fyrir mann gera. Ég hef alltaf sagt að Atlas haldi að hann sé allar tegundir þar sem hann getur og finnst gaman að gera allt.

Atlas fékk mjög góða umhverfisþjálfun sem hvolpur og fór hann allt með mér, við fórum mikið saman í göngur og hann fór með mér í gegnum nýliðaþjálfunina í Hjálparsveit skáta í Garðabæ og við vorum saman á æfingum hjá Björgunarhundasveit Íslands. Þegar ég var í hundþjálfaranáminu átti maður að velja hund til að vinna með og var það Atlas sem stóð með mér í því útaf sínum einstaka vilja til að vinna fyrir mig. 

Við Atlas æfum okkur mikið í að komst á útkallslista hjá Björgunarhundasveit Íslands og er hann fullþjálfaður í Víðavangs-, snjóflóða-, og rústaleit. Hann þurfti því miður að fara á eftirlaun allt of snemma sökum slæmrar gigtar. Sem var erfitt fyrir okkur bæði þar sem hann hefur enþá viljann.

Atlas

Atlas er Border Collie/Íslenskur fjárhundur, fæddur 17. febrúar árið 2010. Atlas hefur verið hjá mér frá því að hann fæddist þar sem hann er einn af 5 hvolpum sem Ronja eignaðist. Atlas heillaði mig frá fyrsta degi og ég varð að halda honum eftir. Atlas er vinnusamur og vill allt fyrir mann gera. Ég hef alltaf sagt að Atlas haldi að hann sé allar tegundir þar sem hann getur og finnst gaman að gera allt.

Atlas fékk mjög góða umhverfisþjálfun sem hvolpur og fór hann allt með mér, við fórum mikið saman í göngur og hann fór með mér í gegnum nýliðaþjálfunina í Hjálparsveit skáta í Garðabæ og við vorum saman á æfingum hjá Björgunarhundasveit Íslands. Þegar ég var í hundþjálfaranáminu átti maður að velja hund til að vinna með og var það Atlas sem stóð með mér í því útaf sínum einstaka vilja til að vinna fyrir mig. 

Við Atlas æfum okkur mikið í að komst á útkallslista hjá Björgunarhundasveit Íslands og er hann fullþjálfaður í Víðavangs-, snjóflóða-, og rústaleit. Hann þurfti því miður að fara á eftirlaun allt of snemma sökum slæmrar gigtar. Sem var erfitt fyrir okkur bæði þar sem hann hefur enþá viljann.

Stormur

Stormur (Huntingfudges hunting Alfa) er vinnutýpan af Golden Retriever og er fæddur 16.maí 2020. Stormur býr eins og er úti í Noregi og eigum við von á honum til Íslands í október 2020. Við fórum út og sóttum hann til ræktandans þegar hann var 8 vikna og við urðum ástfangin af honum strax. Við sóttum Storm til Noregs og komum með hann heim til Íslands í lok október 2020. Hann fór í 2 vikna einangrun og kom hann loksins inn á heimilið í byrjum nóvember. Þetta ferli og biðin var löng og erfið en 100% þess virði.

Stormur er æðislegur karakter, frábær vinnuhundur, hann er mjög einbeittur og áhugasamur þegar hann er í vinnu. Þess á milli getur hann verið algjör vitleysingur🤪 Stormur er byrjaður í þjálfun í bæði snjóflóðaleit og víðavangsleit og ég hlakka til að vinna með honum á komandi árum🥰 

Leó

Leó (Norðheima Leó) er Norskur skógarköttur fæddur 22. Janúar 2019. Leó er yndislegur köttur sem sækir mikið í athygli, stundum aðeins og mikla. Hann getur verið algjört ‘dick’ en bætir upp fyrir þau móment með því að vera æðibitinn sem hann er (oftast)! xD

Leó er mikill úti- og veiðiköttur í hjartanu og hefur það reynst mjög erfitt að halda honum inni frá því að hann var lítill kettlingur. Hann lenti í því leiðinlega atviki að verða fyrir bíl og fór það mjög illa. Fjarlægja þurfti annan afturfótinn í kjölfarið og er hann því þrífættur í dag sem háir honum ekki neitt, hann stelst út eins og hann fái borgað fyrir það og gerði frá fyrsta degi heima eftir slysið.

Leó

Leó (Norðheima Leó) er Norskur skógarköttur fæddur 22. Janúar 2019. Leó er yndislegur köttur sem sækir mikið í athygli, stundum aðeins og mikla. Hann getur verið algjört ‘dick’ en bætir upp fyrir þau móment með því að vera æðibitinn sem hann er (oftast)! xD

Leó er mikill úti- og veiðiköttur í hjartanu og hefur það reynst mjög erfitt að halda honum inni frá því að hann var lítill kettlingur. Hann lenti í því leiðinlega atviki að verða fyrir bíl og fór það mjög illa. Fjarlægja þurfti annan afturfótinn í kjölfarið og er hann því þrífættur í dag sem háir honum ekki neitt, hann stelst út eins og hann fái borgað fyrir það og gerði frá fyrsta degi heima eftir slysið.