Þjálfun & námskeið
Við leggjum mikla áherslu á að þjálfunin henti bæði hundi og eiganda. Hver og einn hefur sínar þarfir og misjafnt er hvaða leið er best til að breyta óæskilegri hegðun. Einnig spila umhverfi og aðstæður inn í þjálfunina.
Sú þjálfun sem við bjóðum upp á eru einkatímar, námskeið, skapgerðarmat fyrir hvolpa og fullorðna hunda og ráðgjöf varðandi val á hvolpi/hundi.
Einkatímar
Verð: 9.000.- kr klukkutíminn.
Námskeið
Námskeið eru gagnleg bæði fyrir hund og eiganda. Hundurinn lærir að umgangast aðra hunda og vinna með eiganda sínum þrátt fyrir utanaðkomandi áreiti. Við bjóðum upp á námskeið með almennri hlýðni og örvunarþjálfun þar sem áhersla er lögð á samvinnuæfingar, innkall og taumgöngu.
Við bjóðum upp á námskeið á höfuðborgarsvæðinu og höfum einnig verið að leggja áherslu á að ferðast um landið með námskeiðið okkar og heimsækja staði þar sem hundanámskeið eru sjaldan í boði.
Verð á námskeiðum fer eftir fjölda þátttakenda og staðsetningu.
Hljóðþjálfun – hljóðhræddir hundar
Hljóðþjálfun fyrir hljóðhrædda hunda.
Hentar öllum hundum sem eru hræddir við einhverskonar hljóð og eigendur vilja fá æfingar og verkfæri til þess að hjálpa hundinum að vinna úr hræðslunni.
Námskeiðið er kennt 1x í viku í 6 vikur.
Netfyrirlestur í upphafi námskeiðs.
Verð: 40.000.- kr
Fyrir upplýsingar um næstu námskeið eða nánari upplýsingar sendið tölvupóst á sandra@tryggur.net.
Hljóðþjálfun
Hljóðþjálfun fyrir hunda sem eru ekki hljóðhræddir.
Hentar fyrir hunda á öllum aldri sem eru ekki hræddir við hljóð.
Þessi þjálfun hjálpar til við að fyrirbyggja það að hundurinn verði hræddur við hljóð í framtíðinni.
Sérstaklega góð þjálfun fyrir hvolpa.
Fyrir hunda á þessu námskeiði verður lögð meiri áhersla á umhverfisþjálfun með hljóðívafi.
Námskeiðið er kennt 2x í viku í 3 vikur.
Netfyrirlestur í upphafi námskeiðs.
Verð: 40.000.- kr
Fyrir upplýsingar um næstu námskeið eða nánari upplýsingar sendið tölvupóst á sandra@tryggur.net.
Skapgerðarmat – Hvolpar
Skapferlismatið sýnir núverandi atferli og skapgerð hvolpsins og er gott mat á atferliseiginleikum sem verðandi eigendur ættu að hafa í huga eftir að hvolpurinn skiptir um heimili. Skapferlismatið þarf samt sem áður ekki að endurspegla atferli og eiginleika hvolpsins á fullorðinsárum. Umhverfi og utanaðkomandi áhrif geta breytt atferli og eiginleikum með tíð og tíma.
Skapgerðarmat – Fullorðnir hundar
Skapgerðarmat á fullorðnum hundum henta vel þegar ræktandi vill sýna fram á góða eiginleika ræktunarhunda.
Einnig er hægt að gera skapgerðarmat á hundum sem sýna árásargirni eða hræðslu til að meta getu bæði eiganda og hunds til að bæta úr vandamálinu.