Þjálfun & námskeið
Við leggjum mikla áherslu á að þjálfunin henti bæði hundi og eiganda. Hver og einn hefur sínar þarfir og misjafnt er hvaða leið er best til að breyta óæskilegri hegðun. Einnig spila umhverfi og aðstæður inn í þjálfunina.
Sú þjálfun sem við bjóðum upp á eru einkatímar, námskeið, skapgerðarmat fyrir hvolpa og fullorðna hunda og ráðgjöf varðandi val á hvolpi/hundi.

Einkatímar
Verð: 9.000.- kr klukkutíminn.

Námskeið
Námskeið eru gagnleg bæði fyrir hund og eiganda. Hundurinn lærir að umgangast aðra hunda og vinna með eiganda sínum þrátt fyrir utanaðkomandi áreiti. Við bjóðum upp á námskeið með almennri hlýðni og örvunarþjálfun þar sem áhersla er lögð á samvinnuæfingar, innkall og taumgöngu.
Við bjóðum upp á námskeið á höfuðborgarsvæðinu og höfum einnig verið að leggja áherslu á að ferðast um landið með námskeiðið okkar og heimsækja staði þar sem hundanámskeið eru sjaldan í boði.
Verð á námskeiðum fer eftir fjölda þátttakenda og staðsetningu.

Skapgerðarmat – Hvolpar
Skapferlismatið sýnir núverandi atferli og skapgerð hvolpsins og er gott mat á atferliseiginleikum sem verðandi eigendur ættu að hafa í huga eftir að hvolpurinn skiptir um heimili. Skapferlismatið þarf samt sem áður ekki að endurspegla atferli og eiginleika hvolpsins á fullorðinsárum. Umhverfi og utanaðkomandi áhrif geta breytt atferli og eiginleikum með tíð og tíma.

Skapgerðarmat – Fullorðnir hundar
Skapgerðarmat á fullorðnum hundum henta vel þegar ræktandi vill sýna fram á góða eiginleika ræktunarhunda.
Einnig er hægt að gera skapgerðarmat á hundum sem sýna árásargirni eða hræðslu til að meta getu bæði eiganda og hunds til að bæta úr vandamálinu.